Hallandi er fornfrægt stangveiðisvæði í Hvítá. Það er á vinstri bakka árinnar, milli Stóru Ármóta og Langholts. Í gegnum tíðina hafa margir stórlaxar veiðst á svæðinu og margar stórlaxa sögurnar orðið til. Síðustu ár hefur sjóbirtingi í aflanum fjölgað mikið.
Almennar upplýsingar
Veiðisvæðið: Svæðið er um 1 km að lengd. Svæðið nær því frá Stóra Ármóti að Langholts fossum.
Stangafjöldi: Veitt er á 2 stangir
Veiðitímabil: 24. júní - 20. september
Veiðitími: Frá 16:00 - 22:00 og frá 7:00 - 13:00 daginn eftir.
Eftir 20. ágúst er veiðitími fyrri vaktar frá 15:00 - 21:00
Verð: 38.000 kr. á dag fyrir svæðið allt og aðgang að veiðihús.
Leyfilegt agn: Fluga, Maðkur, spúnn
Góðar flugur: Snælda, Pool fly, Frances
Comments